Um Ærslabelgina
Ærslabelgir eru framleiddir hjá Blaabjerg í Danmörku, sem var stofnað 1983. Síðan þá hafa mörg þúsund Ærslabelgir verið settir upp, m.a. í Danmörku, Englandi , Svíþjóð, Hollandi, Þýskalandi, Íslandi og fleiri stöðum.
2005 fór Einar Karlsson í ferðalag til Danmerkur með fjölskyldunni. Þar rákust þau á Ærslabelg og börnin voru auðvitað æst í að prófa. Einar sá strax að þetta væri algjör snilld sem krakkarnir elskuðu svo hann ákvað að hafa samband við framleiðandann og falast eftir því að fá að flytja þetta inn til Íslands. Það gekk og Einar fékk umboðið. Árið 2006 setti hann svo upp fyrsta Ærslabelginn og síðan þá hefur hann selt og sett upp fleiri en 100 Ærslabelgi á Íslandi.
2021 tóku Hreinir Garðar við rekstri og sölu á Ærslabelgjunum af Einari. Hreinir Garðar stefna á að halda áfram því frábæra starfi sem Einar hefur sinnt fram að þessu og reyna að gera Ærslabelgina enn aðgengilegri fyrir alla aldurshópa.