fbpx

Ærslabelgir eru fyrir alla

Komdu út að leika

Um Ærslabelgina

Ærslabelgir eru framleiddir hjá Blaabjerg í Danmörku, sem var stofnað 1983. Síðan þá hafa mörg þúsund Ærslabelgir verið settir upp, m.a. í Danmörku, Englandi , Svíþjóð, Hollandi, Þýskalandi, Íslandi  og fleiri stöðum.

2005 fór Einar Karlsson í ferðalag til Danmerkur með fjölskyldunni. Þar rákust þau á Ærslabelg og börnin voru auðvitað æst í að prófa. Einar sá strax að þetta væri algjör snilld sem krakkarnir elskuðu svo hann ákvað að hafa samband við framleiðandann og falast eftir því að fá að flytja þetta inn til Íslands. Það gekk og Einar fékk umboðið. Árið 2006 setti hann svo upp fyrsta Ærslabelginn og síðan þá hefur hann selt og sett upp fleiri en 100 Ærslabelgi á Íslandi.

2021 tóku Hreinir Garðar við rekstri og sölu á Ærslabelgjunum af Einari. Hreinir Garðar stefna á að halda áfram því frábæra starfi sem Einar hefur sinnt fram að þessu og reyna að gera Ærslabelgina enn aðgengilegri fyrir alla aldurshópa.

Ærslabelgirnir okkar eru TUV vottaðir

Gæðavottun

Ærslabelgir eru gerðir úr sterkum dúk sem er 910 gr./m2 og sérstaklega meðhöndlaður til að geta varist UV geislum og bleytu. Ærslabelgirnir eru prufaðir eftir EN71-3 og vottaðir af TUV SUD sem er gæðastimpill fyrir Ærslabelgina. Blaabjerg er eini framleiðandi Ærslabelgja í Evrópu með TUV SUD vottun. Dúkurinn í Ærslabelgjunum er í ábyrgð í 2 ár en áætlaður líftími hans áður en það þarf að skipta um hann er á bilinu 8-10 ár.

Hreinir Garðar

Hreinir Garðar ehf er garðyrkjufyrirtæki sem var stofnað 2009. Fyrirtækið hefur stækkað hratt frá stofnun og starfa nú hátt í 50 starfsmenn hjá fyrirtækinu yfir sumartímann.

Hreinir Garðar

Helstu stærðir af Ærslabelgjum

Ærslabelgur með 3 röndum
Ærslabelgur 6,25 x 7,0m

TH120
6,25 x 7,0 metrar
43 m2 / 9 börn

Ærslabelgur með 4 röndum
Ærslabelgur 8,7 x 9,0m

TH121
8,7 x 9,0 metrar
78 m2 / 16 börn

Ærslabelgir eru fyrir alla
Ærslabelgur 11,2 x 9,0m

TH122
11,2 x 9,0 metrar
101 m2 / 20 börn

Ærslabelgur með 6 röndum
Ærslabelgur 13,65 x 10,0m

TH123
13,65 x 10,0 metrar
136 m2 / 27 börn

Ærslabelgur með 7 röndum
Ærslabelgur 16,1 x 10,0m

TH123
16,1 x 10,0 metrar
161 m2 / 32 börn

Ærslabelgur með 3 röndum
Sér stærð 5,0x5,0m

Belgur fyrir húsfélög og einkagarða.
5,0 x 5,0 metrar
25 m2

Facebook

Við viljum heyra í þér

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú vilt vita meira um Ærslabelgina.