fbpx

Ærslabelgir fyrir húsfélög

Komdu út að leika

Ærslabelgir fyrir húsfélög

Ærslabelgir er frábær lausn fyrir húsfélög til að gera leiksvæðið að algjörri paradís fyrir fjölskyldufólk.

Ærslabelgur er heilsueflandi leiktæki sem hvetur börn á öllum aldri til að fara út að leika frekar en að vera inni.

Miðað við stærð og fjölda þeirra sem geta nýtt þetta leiktæki er þetta mögulega hagkvæmasta leiktæki sem völ er á fyrir stærri lóðir.

Ærslabelgir Ærslabelgur 26 apríl 21 Hreinir Garðar Hoppudýna-1597
Ærslabelgir Ærslabelgur 26 apríl 21 Hreinir Garðar Hoppudýna-752

Fær húsfélagið þitt frían Ærslabelg?

Hvað gæti mögulega verið betra en Ærslabelgur?

Svarið er einfalt: ókeypis Ærslabelgur

Öll húsfélög sem kaupa Ærslabelg fyrir eða um sumarið 2022 fara svo í pott sem dregið verður úr 15. október 2022. 

Það húsfélag sem dregið verður úr pottinum fær þá sinn Ærslabelg endurgreiddan.*

*endurgreiðslan miðast við Ærslabelg af stærðinni 6,25x7m sem keyptur er á tímabilinu 1. janúar – 30. september 2022. Gröfuvinna, rafmagn og auka kostnaður undanskilinn.

Af hverju að velja Ærslabelg fyrir leiksvæðið

Ærslabelgirnir okkar eru hinir upprunalegu Ærslabelgir og hafa verið framleiddir af sama fyrirtækinu í meira en 30 ár. Blaabjerg Jumping pillows er leiðandi í heiminum þegar kemur að því að framleiða hoppudýnur. Við framleiðsluna er aðeins notað besta fáanlega hráefni sem hægt er með tilliti til öryggis og endingar.

Þú ættir að velja Ærslabelg af nokkrum ástæðum

Hagstæðasta leiktækið á markaðnum miðað við fjölda iðkenda

Styrkir hreyfifærni og jafnvægi

Auðvelt í notkun burtséð frá getustigi eða aldri

Uppáhalds leiktæki flestallra krakka

Lítill rekstrar- og viðhaldskostnaður

Ærslabelgirnir okkar eru TUV vottaðir

Gæðavottun

Ærslabelgir eru gerðir úr sterkum dúk sem er 910 gr./m2 og sérstaklega meðhöndlaður til að geta varist UV geislum og bleytu. Ærslabelgirnir eru prufaðir eftir EN71-3 og vottaðir af TUV SUD sem er gæðastimpill fyrir Ærslabelgina. Blaabjerg er eini framleiðandi Ærslabelgja í Evrópu með TUV SUD vottun. Dúkurinn í Ærslabelgjunum er í ábyrgð í 2 ár en áætlaður líftími hans áður en það þarf að skipta um hann er á bilinu 8-10 ár.

Hentugar stærðir fyrir húsfélög

Ærslabelgur með 3 röndum
Ærslabelgur 6,25 x 7,0m

TH120
6,25 x 7,0 metrar
43 m2 / 9 börn

Ærslabelgur með 4 röndum
Ærslabelgur 8,7 x 9,0m

TH121
8,7 x 9,0 metrar
78 m2 / 16 börn

Við viljum heyra í þér

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú vilt vita meira um Ærslabelgina.