Þar sem tveir hoppa saman þar er gaman

Bæjarfélög, tjaldsvæði og íþróttasvæði

Ærslabelgirnir henta gríðarlega vel fyrir opin svæði bæjarfélaga, tjaldsvæða, í sumarbústaðahverfum og víðar.

Á Ærslabelg eru allir jafnir, óháð aldri eða getu. Gleðin við að hoppa tekur yfir og allir skemmta sér konunglega.

Splitt á Ærslabelg

Ærslabelgur er fullkomið leiktæki fyrir opin svæði

Ærslabelgirnir okkar eru hinir upprunalegu Ærslabelgir og hafa verið framleiddir af sama fyrirtækinu í yfir 30 ár. Blaabjerg, Jumping pillows er leiðandi í heiminum þegar kemur að því að framleiða hoppudýnur. Við framleiðsluna er aðeins notað besta fáanlega hráefni sem hægt er með tilliti til öryggis og endingar.

Þú ættir að velja Ærslabelg af nokkrum ástæðum

Hagstæðasta leiktækið á markaðnum miðað við fjölda iðkenda

Styrkir hreyfifærni og jafnvægi

Auðvelt í notkun burtséð frá getustigi eða aldri

Uppáhalds leiktæki flestallra krakka

Lítill rekstrar- og viðhaldskostnaður

Ærslabelgirnir okkar eru TUV vottaðir

Gæðavottun

Ærslabelgir eru gerðir úr sterkum dúk sem er 910 gr./m2 og sérstaklega meðhöndlaður til að geta varist UV geislum og bleytu. Ærslabelgirnir eru prufaðir eftir EN14960 og vottaðir af TUV SUD sem er gæðastimpill fyrir Ærslabelgina. Blaabjerg er eini framleiðandi Ærslabelgja í Evrópu með TUV SUD vottun. Dúkurinn í Ærslabelgjunum er í ábyrgð í 2 ár en áætlaður líftími hans áður en það þarf að skipta um hann er á bilinu 8-10 ár.

Helstu stærðir af Ærslabelgjum

Ærslabelgur með 3 röndum
Ærslabelgur 6,25 x 7,0m

TH120
6,25 x 7,0 metrar
43 m2 / 9 börn

Ærslabelgur með 4 röndum
Ærslabelgur 8,7 x 9,0m

TH121
8,7 x 9,0 metrar
78 m2 / 16 börn

Ærslabelgir eru fyrir alla
Ærslabelgur 11,2 x 9,0m

TH122
11,2 x 9,0 metrar
101 m2 / 20 börn

Ærslabelgur með 6 röndum
Ærslabelgur 13,65 x 10,0m

TH123
13,65 x 10,0 metrar
136 m2 / 27 börn

Ærslabelgur með 7 röndum
Ærslabelgur 16,1 x 10,0m

TH123
16,1 x 10,0 metrar
161 m2 / 32 börn

Ærslabelgur með 3 röndum
Sér stærð 5,0x5,0m

Belgur fyrir húsfélög og einkagarða.
5,0 x 5,0 metrar
25 m2

Facebook

Við viljum heyra í þér

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú vilt vita meira um Ærslabelgina.